background

phone

Efnamóttakan 20 ára!

Efnamóttakan hélt upp á 20 ára starfsafmæli þann 17. desember sl. Í tilefni af afmælinu ákvað stjórn Efnamóttökunnar að stuðla betra og óspilltara umhverfi með því að veita aðila sem vinnur að slíkum málefnum lið. Fyrir valinu varð Blái herinn sem er þekktur fyrir hreinsunarstörf á Suðurnesjum og víðar, jafnt í fjörum og höfnum sem uppi á landi. Tómas Knútsson, foringi Bláa hersins kom og veitti viðtöku 250.000 kr. hvatningarstyrk hvatningarstyrk til áframhaldandi baráttu fyrir óspilltu umhverfi!

Á afmælinu voru jafnframt heiðraðar þeir einstaklingar sem tengdir hafa verið Efnamóttökunni frá upphafi þ.e. þau: Gunnar Bragason, Ásbjörn Einarsson, Sigurlaug Sverrisdóttir og Grétar Örn Júlíusson.

Afmli EM 1
Afmæliskakan 

Afmli EM 9

Tómas Knútsson foringi Bláa Hersins og Jón Steingrímsson framkvæmdastjóri Efnamóttökunnar

Afmli EM 8

Hér má sjá Sigurlaugu Sverrisdótturm sem sem starfað hefur fyrir Efnamóttökuna frá upphafi, auk feðganna Ögmundar Einarssonar og Einars Ögmundssonar. Ögmundur var forstjóri Sorpu og sem slíkur einn af stofnendum Efnamóttökunnar. Hann var jafnframt framkvæmdastjóri Efnamóttökunnar fyrstu 6 árin. Einar sonur hans starfaði hjá Efnamóttökunni í árdaga og var fjórði starfsmaðurinn sem var ráðinn til hennar.

 Afmli EM 7

Ögmundur flutti stutta tölu um fyrstu skref Efnamóttökunnar, m.a. um að í byrjun kunni enginn neitt um spilliefni og þetta fína orð var ekki einu sinni til.

Afmli EM 10

Hér má sjá Ásbjörn Einarsson, efnaverkfræðing og ráðgjafa Efnamóttökunnar frá upphafi ásamt Jóni framkvæmdastjóra.

Efnamóttakan fagnar 20 árum

Efnamóttakan hf. fagnar í dag 20 ára afmæli en fyrirtækið var stofnað af Sorpu, Endurvinnslunni og Aflvaka þann 17. desember 1998. Árið 2001 bættust Gámaþjónustan hf. og Fura hf. í hluthafahópinn og þessi fyrirtæki eignuðust fyrirtækið að fullu árið 2007. Árið 2011 keypti Gámaþjónustan hlut Furu og hefur verið 100% eigandi síðan. Í tilefni dagsins hefur stjórn Efnamóttökunnar ákeðið að styrkja Bláa herinn til áframhaldandi góðra verka.

EM 20 ra